3 Mars 2011 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á mótum Hverfisgötu og Smiðjustígs í Reykjavík um stundarfjórðungi fyrir ellefu í gærkvöld, miðvikudaginn 2. mars. Þar var hvítri Toyotu Yaris ekið suður Smiðjustíg og inn á Hverfisgötu til austurs en í sama mund fór karl á fertugsaldri yfir götuna og varð fyrir bílnum. Vegfarandinn kvartaði undan verkjum í baki og fótum og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Þeir sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.