24 Júlí 2006 12:00
Malbikunarfyrirtækið Hlaðbær Colas mun í kvöld kl. 19:00 hefja vinnu við malbikun fjögurra kílómetra vegkafla á Suðurlandsvegi um Kamba. Unnið verður á vöktum og er áætlað að verkið taki um 4 sólarhringa. Gera má ráð fyrir töfum á umferð vegna þessa og eru vegfarendur hvattir til þess að fara varlega þegar ekið er um vinnusvæðið og virða þær merkingar sem þar verða settar upp. Einnig má benda á þann möguleika að aka veginn um Þrengsli.