4 Október 2012 12:00
Umsóknarfresti um skólavist í grunnnámsdeild Lögregluskóla ríkisins lauk þann 23. september s.l. Alls sóttu 84 um skólavist, 62 karlar og 22 konur.
Valnefnd skólans hefur lokið við yfirferð yfir umsóknir og eftir þá yfirferð voru 8 umsóknir metnar óhæfar vegna ungs aldurs, menntunarskorts eða brotaferils. Einn umsækjandi hefur dregið umsókn sína til baka þannig að 75 (54 karlar og 21 kona) hafa fengið boð um að mæta í inntökupróf með þeim fyrirvara að saka- og læknisvottorð þeirra reynist í lagi. Inntökuprófin verða haldin 15., 17. og 18. október n.k.
Þeir umsækjendur, sem standast öll próf, verða boðaðir til viðtals við valnefndina, viðtölin fara fram 5. 7. nóvember n.k. og í framhaldi af því mun val nemenda við grunnnámsdeild árið 2013 liggja fyrir.
Reiknað er með að skólavist nýrra nemenda hefjist þriðjudaginn 8. janúar 2013.