25 Ágúst 2009 12:00
Frá og með 1. september nk. verður tekið á móti umsóknum um rekstrarleyfi, tækifærisleyfi, eiturefnaskírteini og sprengistjóraskírteini á lögreglustöðinni við Hverfisgötu 113-115, Reykjavík. Umsóknir um skotvopnaleyfi verða áfram afgreiddar á Dalvegi 18 í Kópavogi.