23 September 2004 12:00

Í dag rituðu Haraldur Johannessen ríkislögreglustjórinn og Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri undir samkomulag milli embættis ríkislögreglustjóra og Ríkisútvarpsins.

Samkomulagið fjallar um aðkomu Ríkisútvarpsins að samhæfingarstöð almannavarna til að tryggja markvissar  upplýsingar og leiðbeiningar til almennings við hættu- og neyðarástand. Styrkur Ríkisútvarpsins er langbylgjan en ef FM sendingar rofna þá er hægt að ná sendingum útvarpsins á langbylgju.

Fulltrúar Ríkisútvarpsins munu vinna samkvæmt gildandi verklagsreglum samhæfingarstöðvar.

Einnig munu útsendingar Ríkisútvarpsins frá samhæfingarstöð verða til notkunar fyrir aðra fjölmiðla ef kostur er