5 Ágúst 2007 12:00

Unglingalandsmótið sem haldið er á Höfn hefur farið einstaklega vel fram.  Mótsgestir eru til mikillar fyrirmyndar, sömu sögu er að segja um framkvæmd mótsins, og umgjörð þess.  Talið er að mótsgestir séu tæplega 7000.

Eftirlit lögreglu með umferð hefur gengið vel en um 21 ökumaður hefur verið kærður fyrir of hraðan akstur umhverfis Höfn, sem af er helginni.  Engin slys hafa verið tilkynnt til lögreglu.