4 Ágúst 2007 12:00
Unglingalandsmót Íslands fer fram á Höfn nú um verlsunarmannahelgina. Á svæðinu eru nú um 6000 manns og fer fjölgandi. Framkvæmd landsmótsins hefur gengið afar vel fyrir sig og er til mikillar fyrirmyndar, sem og gestir mótsins.
Umferðin hefur verið mjög mikil en gengið mjög vel fyrir sig. 20 ökumenn hafa veriðkærðir fyrir of hraðan akstur í nágrenni við Höfn, og sá sem hraðast fór ók á 126 km.
Lögreglan vill hvetja vegfarendur sem eru úti á þjóðvegunum að aka varlega og gefa sér góðan tíma til að fara á milli staða.