12 Júní 2020 11:43

Föstudaginn 19. júní 2020, kl. 12:15, verður haldið uppboð á óskilamunum. Uppboðið verður við lögreglustöðina á Akureyri, Þórunnarstræti 138. Boðin verða upp reiðhjól, hlaupahjól og aðrir óskilamunir sem verið hafa í vörslum lögreglunnar á Norðurlandi eystra í ákveðin tíma.

Auk þess verður boðin upp bifreiðin TL-544, Toyota Land Cruiser, árgerð 2005, tjónuð eftir umferðaróhapp, lágmarksboð 400.000 krónur, bifreið þessi var áður  í notkun sem lögreglubifreið.

Bifreiðin og munirnir verða seldir í því ástandi sem þeir eru á söludegi og lögreglustjóri tekur enga ábyrgð á ástandi þeirra muna sem verða seldir.

Boðið verður upp á tækifæri í næstu viku til að skoða bifreiðina. Það verður auglýst nánar síðar.

Krafist verður staðgreiðslu.

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra. 12 júní 2020