13 Janúar 2005 12:00

Samkvæmt yfirliti allra skattsvikamála efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á árunum 1998-2004, að báðum árunum meðtöldum, hafa verið gefnar út ákærur í samtals 176 málum.  Í 155 málum liggja dómar fyrir, en 20 mál eru nú til meðferðar  fyrir dómstólunum. Í einu tilviki var fallið frá ákæru vegna skattsvika fyrir aðalmeðferð málsins.

·         Í málunum 176 er samanlögð vanframtalin virðisaukaskattskyld velta talin nema samtals tæplega þremur milljörðum kr. (2.997.136.293), en heildarfjárhæð skattsvikanna er talin nema samtals kr. 1.274.132.274.  Heildarfjárhæð skattsvikanna sundurliðast þannig, að fjárhæð virðisaukaskatts sem svikinn var undan var samtals kr. 703.293.908, staðgreiðsla opinberra gjalda var kr. 368.001.371 og tekjuskattur og/eða útsvar var kr. 202.836.995.

·         Í þeim 155 málum þar sem dómur liggur fyrir hafa verið dæmdar sektir sem eru samtals kr. 1.222.593.000.

·         Við meðferð málanna var upplýst að meðalbrotatími skattsvika var u.þ.b. tvö ár en lengst stóðu skattsvik yfir í einu tilviki í átta ár en stysta tímabilið var einn mánuður.

·         Sakfellt var í öllum málunum, en í fjórum málum var einn ákærðra aðila sýknaður, en hinn/hinir voru sakfelldir. Þá var ákvörðun refsingar frestað  í fjórum málum og í einu máli var ekki dæmd refsing en viðkomandi var þó talinn hafa framið það brot sem ákært var fyrir.

·         Í 57 tilfellum af 176 var auk skattsvika ákært fyrir bókhaldsbrot, í sjö málum var einnig ákært fyrir brot gegn öðrum ákvæðum almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og í einu þessara tilvika var einnig ákært fyrir brot gegn tollalögum.

·         Í þeim málum sem er lokið hafa 191 einstaklingur verið ákærðir og 187 sakfelldur.  Ódæmt er í 20 málum og varða þau 28 einstaklinga samtals.

·         Samtals hafa 204 einstaklingar auk sjö fyrirtækja sætt ákæru í þessum málum.  Þá hafa 14 þeirra verið ákærðir og dæmdir oftar en einu sinni.

·         Einn einstaklingur hefur verið ákærður og sakfelldur þrisvar sinnum fyrir skattsvik á sex ára tímabili.

      Málsmeðferðartími skattsvikamála hefur styst verulega og er málsmeðferðartími þeirra skattsvikamála sem borist hafa með kæru síðustu misseri innan við 12 mánuðir frá því að kæra berst þar til dómur gengur í héraðsdómi, ef frá eru talin örfá hinna allra stærstu skattsvikamála.