18 Júní 2010 12:00

Eins og fram hefur komið í fréttum  var tilkynnt um ætlaða nauðgun sem átt hefði sér stað á tjaldstæðinu við Þórunnarstræti á Akureyri á fimmta tímanum s.l. nótt. Þolandi var fluttur á neyðarmóttöku FSA og meintur gerandi handtekinn og færður í fangageymslur lögreglunnar og látinn laus að yfirheyrslu lokinni. Málið hefur síðan verið til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri á hefðbundinn hátt og er þeirri rannsókn lokið að svo stöddu. Þolandi hefur ákveðið að leggja ekki fram kæru í málinu.