23 Febrúar 2014 12:00

Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í morgun, að kröfu Lögreglustjórans á Selfossi, 26 ára gamlan karlmann í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á íkveikju að Birkivöllum 15 á Selfossi í gær til miðvikudagsins 5. mars kl. 13:00 með vísan til a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála. 

Frekari upplýsingar verða ekki gefnar um rannsókn málsins að svo stöddu en lögreglan biður alla þá sem telja sig hafa upplýsingar sem varða málið að hafa samband í síma 480 1010