29 Nóvember 2012 12:00

Ríkislögreglutjóri hefur ákveðið að taka tilboði Birmborgar hf. og N1 hf. í viðhald á lögreglubifreiðum að undangengnu útboði Ríkiskaupa.

Jafnframt hefur verið ákveðið að taka tilboði Múlaradíó ehf. og RadíóRaf ehf. á standsetningu lögreglubifreiða, í kjörfar útboðs Ríkiskaupa.

Tilboð þessara aðila voru metin hagstæð fyrir kaupanda samkvæmt matslíkani útboðslýsingar. Gengið verður frá samningum í byrjun desember og í kjölfarið hafist handa við standsetningu nýrra ökutækja. Eins og fyrr hefur verið greint frá hefur ríkislögreglustjóri ákveðið að endurnýja 10 ökutæki.

Ríkislögreglustjóri á og rekur öll ökutæki lögreglu í landinu og leigir til lögregluembætta. Alls eru ökutækin 145 talsins.