21 Júní 2005 12:00

Þann 16. júní síðastliðinn útskrifuðust 23 nemendur (lögreglumenn og lögreglustjórar) frá stjórnunarnámi Lögregluskóla ríkisins í samvinnu Endurmenntun Háskóla Íslands. Áður höfðu 42 stjórnendur lokið þessu námi. Nú eru 29 nemar í fornámi fyrir haustið þegar næsta námstímabil hefst. Myndirnar voru teknar af útskriftinni.

Þrír efstu, allir með 8,8 í meðaleinkunn, voru Hlynur Snorrason lögreglufulltrúi á Ísafirði og lögreglufulltrúarnir Gylfi Gylfason og Hálfdán Daðason, báðir hjá ríkislögreglustjóra.  Þeir hlutu sérstaka viðurkenningu fyrir góðan námsárangur.

Þrír efstu, allir með 8,8 í meðaleinkunn, voru Hlynur Snorrason lögreglufulltrúi á Ísafirði og lögreglufulltrúarnir Gylfi Gylfason og Hálfdán Daðason, báðir hjá ríkislögreglustjóra.  Þeir hlutu sérstaka viðurkenningu fyrir góðan námsárangur.