4 Nóvember 2003 12:00

Með bréfi ríkislögreglustjóra 9. apríl 2003 var send fyrirspurn til lögreglustjóranna og skólastjóra Lögregluskóla ríkisins um hvernig leiðbeiningum embættisins um fjölmiðlasamskipti væri framfylgt. Þá voru einnig skoðaðar fjölmiðlareglur Neyðarlínunnar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í þessu samhengi.

Af úttektinni, sem gerð var, má ráða að lögregluembættin hafa almennt til hliðsjónar leiðbeiningar ríkislögreglustjóra um samskipti við fjölmiðla, dags. 16. október 2002, ýmist með skriflegum reglum eða munnlegum fyrirmælum á hverjum stað. Þá eru nokkur lögregluembætti með í undirbúningi að setja reglur fyrir starfsmenn sína. Það er von ríkislögreglustjóra að öll lögregluembættin setji sem fyrst skriflegar reglur um fjölmiðlasamskipti. Þá hefur verið tekin upp kennsla við Lögregluskóla ríkisins hvernig haga skuli samskiptum lögreglu og fjölmiðla, sem er hluti af stjórnunarnámi við skólann í samvinnu við Endurmenntun Háskóla Íslands.

Lögregluembættunum stendur nú til boða að láta fjarskiptamiðstöð lögreglunnar svara fjölmiðlum utan skrifstofutíma og við þær kringumstæður þegar mikið og tímabundið álag er í einstaka lögregluumdæmunum.

Álitsgerðina sem hér er vitnað má nálgast hér >>