6 Október 2005 12:00

Vali á nemendum til að stunda grunnnám við Lögregluskóla ríkisins skólaárið 2006 er lokið en auglýst var eftir a.m.k. 32 nemendum til þess að hefja námið.

Alls sóttu 140 umsækjendur um skólavist, 76 þeirra mættu til prófa og að loknum prófum kom í ljós að 51 umsækjandi hafði staðist öll próf. Þeir mættu fyrir valnefnd Lögregluskólans dagana 26. – 30. september og valinu lauk í dag, 6. október.

Meðan á valnefndarferlinu stóð kom í ljós að meiri skortur er á menntuðum lögreglumönnum en ætlað hafði verið og eftir samráð við hlutaðeigandi aðila var ákveðið að fjölga nemendum úr 32 í 36.

Bréf til allra, hæfra umsækjenda, hafa nú verið póstlögð.