11 Júní 2007 12:00

Fram hefur komið í fjölmiðlum í dag að maður sá er situr í gæsluvarðhaldi á Ísafirði vegna atburðar sem átti sér stað í Hnífsdal að kveldi föstudagsins síðasta, muni að öllum líkindum verða ákærður fyrir tilraun til manndráps.  Lögreglan á Vestfjörðum vísar þessum fréttaflutningi á bug, enda er málið enn á rannsóknarstigi og það því ekki komið til meðferðar hjá þeim aðila sem munu taka ákvörðun um ákæru.