3 Apríl 2012 12:00

Lítilræði af fíkniefnum fundust  á tveimur farþegum sem komu með bílferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun. Málin eru að fullu upplýst og verður lokið með sektargerðum. Efnin fundust með aðstoð fíkniefnaleitarhunda tollgæslu og lögreglu.