11 September 2009 12:00

Lögreglan á Hvolsvelli vill vara vegfarendur sem ætla að leggja á hálendisleiðir nú í dag og um helgina við færð á svæðinu og hvetur fólk til að kanna með færð á þessum leiðum áður en lagt er af stað. Gríðarleg úrkoma er á svæðinu og hafa vötn og ár margfaldað rennsli sitt og eru því orðin hættuleg yfirferðar.

Meðfylgjandi mynd er tekin við Steinholtsá árið 2007