4 Febrúar 2016 18:10

Vindur og úrkoma er að aukast á Vestfjörðum þegar þetta er ritað.  Starfsmenn Veðurstofunnar, Snjóflóðasetur á Ísafirði sem og vakthafandi veðurfræðingur og snjóathugunarmenn fylgjast grannt með aðstæðum og veðurspá.

Ekki hefur komið til þess að rýma hafi þurft hús á Vestfjörðum og óvíst að það verði talið nauðsynlegt.  Veðurstofa er á fundi sem stendur og staðan verður metin í framhaldinu.

Ákveðið hefur verið að loka veginum um Súðavíkur og Kirkjubólshlíð ekki seinna en kl.20:00 í kvöld af öryggisástæðum.

Ekkert ferðaveður er á Vestfjörðum og veðurspáin er með þeim hætti að folk ætti að halda sig heimavið.  Ef farið er eftir tilmælum yfirvalda ætti enginn að vera í hættu.

Nánari upplýsingar um færð og veður er að finna á vef Vegagerðarinnar, vegagerdin.is og í upplýsingasíma hennar, 1777.