1 Febrúar 2012 12:00

NEXPO-vefverðlaunin 2011 voru afhent um síðustu helgi en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk viðurkenningu sem Vefhetja ársins. Veitt voru verðlaun í nokkrum flokkum en um þau var kosið í sérstakri kosningu á visir.is og greiddu um 16 þúsund manns atkvæði. Það var hins vegar sérstök dómnefnd sem valdi lögregluna sem Vefhetju ársins.