27 September 2011 12:00

Vegna fréttaflutnings fjölmiðla í dag um ábendingu Ríkisendurskoðunar um innkaup löggæslustofnana á öryggisbúnaði fyrir lögreglu þykir rétt að vekja athygli á eftirfarandi:

Ríkislögreglustjóri er að sjálfsögðu sammála Ríkisendurskoðun um að innkaup eigi að bjóða út eða leita tilboða í samræmi við lög um opinber innkaup. Hinsvegar skal athygli vakin á því að innkaup á gasi og öðrum óeirðabúnaði fyrir lögregluna voru skyndiinnkaup vegna neyðarástands sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi og ómögulegt að láta útboð fara fram undir þeim kringustæðum sem þá ríktu í þjóðfélaginu. Ríkislögreglustjóri ákvað að höfðu samráði við dómsmálaráðherra að leita allra leiða til að afla nauðsynlegs öryggis- og varnarbúnaðar fyrir lögregluna.