7 September 2015 14:53

Nýafstaðin Ljósanótt 2015 í Reykjanesbæ tókst mjög vel í alla staði. Engin alvarleg mál komu á borð lögreglunnar á Suðurnesjum sem tengdust hátíðinni. Athvarf fyrir unglinga var opnað á laugardagskvöld eins og venja er. Þangað var enginn færður og enginn leitaði þar aðstoðar. Lögreglumenn fóru þar að auki um svæðið og inn á skemmtistaðina og þar var allt í stakasta lagi.

Ljósanótt var vel sótt og skemmtu gestir sér af hjartans list, enda boðið uppá fjölmargt fyrir alla aldurshópa.