31 Mars 2013 12:00

Laust fyrir kl. 14:00 í dag varð vélsleðaslys á Vaðlaheiði, nánar tiltekið Eyjafjarðarmegin í Bíldsárskarði.  Þar hafði karlmaður á fertugsaldri lent í skvompu og fallið af sleða sínum.  Óskað var liðsinnis frá Björgunarsveitinni Súlum á Akureyri til að koma sjúkraflutningamönnum og lögreglu á vettvang og sáu þeir síðan um að flytja hinn slasaða í snjóbíl niður úr Bíldsárskarði og niður í byggð  þaðan sem hann var fluttur með sjúkrabifreið á FSA til aðhlynningar.  Var hann kominn þangað um kl. 16:00.  Ástand mannsins er óljóst  og er hann til rannsóknar á FSA.