8 Apríl 2006 12:00

Laust fyrir kl.15:00 í dag fékk lögreglan á Hvolsvelli tilkynningu um vélsleðaslys norðaustan við Strútsöldur, norðan Mýrdalsjökuls.  Vélsleðamaður sem þar var á ferð ásamt öðrum vélsleðamönum mun hafa farið fram af hengju á vélsleða sínum og fallið u.þ.b. fjóra metra að talið er.  Vélsleðamaðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður en hann kvartaði yfir eymslum í baki.  Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út sem og björgunarsveitir úr Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslum.  Þyrlan komst á staðinn en aðstæður voru erfiðar á vettvnagi  m.a. vegna þröngs gils þar sem slysið gerðist.  Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með þann slasaða við Landspítalann í Fossvogi um kl.18:00.

Björgunarsveitir í Rangárvallasýslu frá Hellu, Hvolsvelli og Landeyjum eru þessa stundina í björgunarleiðangri vestarlega á Mýrdalsjökli þar sem jeppabifreið hefur lent ofan í sprungu en það gerðist fyrr í dag.  Engin meiðsl eru á fólki þessu tengt.