18 Júní 2009 12:00

Á tímabilinu frá kl. 19:00 fimmtudaginn 11. júní til kl. 07:00 föstudaginn 12. júní síðastliðinn var miklum verðmætum stolið úr vörubifreið Línuborunar ehf., þar sem hún var á vinnusvæði við Nesjavallaveg ofan við Nesjavallavirkjun.  Einnig var brotist inn í vinnuvélar á svæðinu og verkfærum og hljómtækjum stolið úr þeim.  Eftirtöldum hlutum var stolið úr vörubifreiðinni:  Ljósavél af gerðinni SDMO, blá að lit, sex 800 mm steinsagarblöðum, tveimur handsteinsögum, 12 kjarnaborum, tveimur stýriskrónum, Hilti sleðasög, 12 og 24 volta hleðslu- og starttæki, dráttarkeðju, sex hífingastrappar, tvær skafttalíur og bílageislaspilari af Alpine gerð.  Þarna er um að ræða verðmæta muni og má áætla að tjónið hlaupi á nokkrum milljónum króna.  Á vettvangi voru ummerki eftir vörubifreið sem ætla má að hafi verið notuð til að flytja búnaðinn á brott.  Lögreglan á Selfossi biður hvern þann sem getur upplýsingar sem leitt gætu til þess að upplýsa málið að hafa samband í síma 480 1010.