1 Ágúst 2006 12:00

Samræmt eftirlit lögregluliðanna á Vestfjörðum um verslunarmannahelgina nk.

Eins og undanfarin ár munu lögregluliðin á Vestfjörðum hafa með sér samstarf um næstu helgi hvað umferðareftirlit á svæðinu varðar.  Um er að ræða lögregluliðin í Bolungarvík, á Ísafirði, á Hólmavík og á Patreksfirði.  Eins munu þessi lögreglulið eiga samstarf við lögregluna í Búðardal  e.a.v.

Um helgina og eins dagana fyrir og eftir munu lögregluliðin halda úti 6 áhöfnum á jafnmörgum lögreglubifreiðum.  Ætlunin er að leggja sérstaka áherslu á eftirliti með umferðarhraða, hugsanlegum ölvunarakstri svo og öðrum umferðarlagabrotum.  Einnig hugsanlegri meðhöndlun fíkniefna og óæskilegri eftirlitslausri hópamyndun ungmenna t.d á tjaldstæðum.  Með þessu sameiginlega og samræmda eftirliti lögregluliðanna á Vestfjörðum er ætlunin að auka öryggi þeirra sem eiga leið um svæðið og eins að tryggja að sem styst sé í aðstoð ef vegfarendur þurfa á henni að halda.  Í þessu sambandi er bent á símanúmer Neyðarlínunnar, 112.

Lögregluliðin á Vestfjörðum bjóða ferðamenn velkomna til svæðisins og óska þess að vegfarendur eigi óhappalausa og ánægjulega dvöl fyrir höndum. 

                                                                        F.h. lögregluliðanna,

                                                                       

Hlynur Snorrason,

settur yfirlögregluþjónn á Ísafirði.