4 Ágúst 2008 12:00

Mikill fjöldi fólks var á lokaatriði Einnar með öllu á Akureyrarvelli í gærkvöldi. Góð stemming var og hélst hún fram eftir nóttu því fátt bar til tíðinda. Einn var fluttur á slysadeild eftir að hafa verið sleginn með flösku í höfuðið og fengið minniháttar áverka. Þrír gistu fangageymslur vegna ölvunar en að öðru leiti gekk allt vel.

Almennt má segja að vel hafi gengið um helgina og engin stór mál komið upp. Þó hafa tvær konur hafa farið á neyðarmóttöku vegna vegna kynferðislegs ofbeldis.  Lítið hefur borið á fíkniefnum og á það efalaust þátt í afslappaðra andrúmslofti en oft áður.

Búast má við mikilli umferð á þjóðvegum landsins og vonandi komast allir heilir heim eftir vel heppnaða helgi.