29 Janúar 2014 12:00

Að gefnu tilefni áréttar lögregla nauðsyn þess að vegfarendur séu sýnilegir í umferðinni, hvort heldur gangandi, akandi eða hjólandi. Öll berum við ábyrgð í umferðinni og undir hverjum og einum komið að standa undir. Lögreglan hvetur því ökumenn til að gæta að ljósabúnaði bifreiða sinna og tryggja að hann sé í lagi, hjólandi ökumenn til að virða reglur um ljósabúnað bæði að framan og aftan og gangandi vegfarendur að bera endurskin í skammdeginu.

Þá hvetur lögreglan og hlaupahópa sem eru víða á höfuðborgarsvæðinu til að vera svo sýnilegir sem hægt er í skammdeginu og ekki síður að gæta að umferðarreglum þegar farið er yfir götur, sér í lagi að nota gangbrautir þar sem þær eru. Á þessu hefur verið misbrestur.