2 Apríl 2020 19:50

Skert starf­semi skóla og leik­skóla sam­hliða minni sam­gangs milli fólks eykur líkur á að börn verði þolendur van­rækslu og ofbeld­is.

Við þessar aðstæður berst börnum aðstoð seinna þar sem minni samgangur og styttri dvöl í skóla, ásamt öðrum úrræðum sem veita þeim öryggi og stuðn­ing, veldur því að ekki verður alltaf upp­lýst um erf­iðar aðstæður barna.  Börn í erfiðum aðstæðum komast síður burt og geta þurft búa lengur við þær aðstæður áður en aðstoð berst.

Þetta sést nú þegar hér á landi þar sem til­kynn­ingum til barna­verndar hefur fækk­að.

Í ljósi alls er full ástæða til að biðla til almenn­ings að hafa augun opin og huga sér­stak­lega að börnum sem mögulega búa við erf­iðar aðstæð­ur. Öllum ber að til­kynna um aðstæður barns ef áhyggjur vakna. Ekki bíða eftir að aðrir geri það, ekki bíða eftir aðstæður breyt­ist. Hringdu í 112 og til­kynnt­u. 

Hjálp­ar­sími Rauða­kross­ins, 1717 (og net­spjall á www.1717.is) hefur verið efldur og þangað geta allir leitað og fengið aðstoð eða ráð­gjöf allan sól­ar­hring­inn.

Alveg eins og við erum öll almanna­varnir þá erum við öll barna­vernd. Hvert og eitt okkar getur skipt öllu máli í lífi barns!