22 Desember 2006 12:00

Almannavarnarnefndir í Árnessýslu komu saman til fundar  kl. 10:00 í morgun.   Nú er mikið farið að sjatna í ám og flestir vegir að verða færir.  Vegagerð vinnur að viðgerð á þeim skemmdurm sem orðið hafa og standa vonir til að þeim verði að mestu lokið í dag.  Vatnsrennsli í Ölfusá við Selfoss er komið niður fyrir 2000 rúmmetra á sekúndu.   Jarðvatn flæddi inn í 4 hús á Selfossi en sniðræsi kom í veg fyrir að vatn flæddi úr skolpræsum inn í kjallara.

Viðbúnaðarástandi er aflétt og þakka nefndirnar viðbragðsaðilum,  björgunarsveitum, starfsmönnum áhaldahúsa, slökkviliðum og lögreglu óeigingjarnt starf við björgunarstörf á meðan flóðaástandið varði.

Almannavarnarnefndir munu koma saman í lok janúar til að fara yfir gögn um flóðin og þær aðgerðir sem farið var út í vegna þeirra.