5 Mars 2008 12:00

Einari Karli Kristjánssyni, lögreglufullltrúa og yfirmanni tölvumála hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, var á dögunum veitt viðurkenning frá Microsoft á Íslandi. Afhendingin fór fram í lok ráðstefnu sem Microsoft hélt í Smárabíói en hana sóttu um 400 manns. Nú var í fyrsta skipti veitt viðurkenning fyrir störf á sviði upplýsingatæknimála og hana fékk Einar Karl, eins og fyrr sagði. Við afhendinguna var þess getið að embætti lögreglustjórans á  höfuðborgarsvæðinu hefði vakið athygli fyrir metnað og framsýni í nýtingu upplýsingatækninnar. Sömuleiðis var eftir því tekið að sameining lögregluembætta á höfuðborgarsvæðinu hefði gengið vel fyrir sig.