28 Nóvember 2008 12:00

Á dögunum veittu Kreditkort og Ríkiskaup lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu viðurkenningu fyrir að tileinka sér rafrænt innkaupaferli með notkun á Innkaupakorti ríkisins og færslusíðu MasterCard á framúrskarandi hátt. Á meðfylgjandi mynd eru Sigurður Helgi Jóhannsson og Helga Björk Sigvaldadóttir en þau tóku við viðurkenningunni fyrir hönd embættisins.