2 Nóvember 2015 16:39

Þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku. Sá sem hraðast ók var mældur á 143 km/klst þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.  Þá voru skráninganúmer tekin af nokkrum bifreiðum vegna vöntunar á aðalskoðun  og viðkomandi bifreiðar voru ótryggðar.

Þá var eitt umferðaróhapp tilkynnt til lögreglu í vikunni.

Tvær tilkynningar um líkamsárási bárust lögreglu og eru þau mál til skoðunar.

Þá aðstoðaði lögregla landhelgisgæsluna vegna landhelgisbrots s.l., laugardag þar sem varðskip gæslunnar hafði staðið skip að ólöglegum veiðum norður af Vestfjörðum og var gert að fara til hafnar á Ísafirði vegna skýrslutöku.

Þá er vert að benda gangandi vegfarendum á notkun endurskinsmerkja, sérstaklega núna á þessum árstíma þegar skammdegið er komið og birtutíminn styttist með hverjum degi.