23 Febrúar 2016 11:25

Björgunarsveitir voru kallaðar út á nokkrum stöðum á Vestfjörðum þann 16. febrúar vegna lausamuna sem voru að fjúka í miklu hvassviðri. Þá voru björgunarsveitarmenn fengnir til að aðstoða vegfarendur sem lentu í festu á Klettshálsi, Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum.

Einn ökumaður var stöðvaður í liðinni viku grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Þetta var um miðjan dag þann 17. febrúar í miðbæ Ísafjarðar.

Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um að vera ölvaður við akstur. Það var á Patreksfirði um miðjan dag þann 18. febrúar.

Ákveðið var að loka veginum um Súðavíkur og Kirkjubólshlíð, leiðin milli Súðavíkur og Ísafjarðar, að kveldi föstudagsins 19. febrúar, en hætta var talin á að snjóflóð féllu úr hlíðum ofan vegarins. Ekki var talið óhætt að opna veginn fyrr en að morgni sunnudagsins 21. s.m.   Ekki kom til rýminga íbúðarhúsa á Vestfjörðum enda hafa öryggisráðstafanir í formi uppkaupa húsa eða varnargarða fækkað þeim tilvikum.

Tilkynnt var um þrjú umferðaróhöpp í vikunni. Í einu tilvikinu var um að ræða snjómokstursbifreið sem rann út af veginum í Bíldudal og hafnaði á hliðinni.  Ökumaður meiddist ekki.  Hin tvö óhöppin voru minni háttar.