28 Ágúst 2017 21:04

Að venju komu ýmis mál inná borð hjá lögreglu á Austurlandi að vanda, auk þess sem lögregla hafði afskipti af ökumönnum sem höfðu gerst brotlegir í umferðinni.

Þann 25.  týndist ungur franskur piltur sem var á ferðalagi með foreldrum sínum. Fjölskyldan hafði farið til að skoða Helgustaðanámur þegar drengurinn ráfaði frá foreldrum sínum og missti sjónar af þeim. Drengurinn fannst fljótlega aftur en hann hafði þá lagst niður og ekki látið í sér heyra né svarað köllum. Búið var að kalla út björgunarsveitir en þeim snúið frá þegar drengurinn kom í leitirnar.

Alls voru 26 ökumenn sektaðir í umdæminu flestir fyrir hraðakstur, tveir þó fyrir að skráningarnúmer vantaði, auk þess sem einn ökumaður er grunaður um ölvun við akstur og var réttindalaus við aksturinn. Annar var stöðvaður á torfæruhjóli innanbæjar og hafði aukin heldur ekki réttindi til aksturs torfærutækja.

Lögreglan hélt úti eftirliti með hreindýraveiðum en þær veiðar standa sem hæst þessa dagana.

Lögreglan vill svo koma því á framfæri til ökumanna, að huga að ljósabúnaði bifreiða sinna enda er er daginn farið að stytta nokkuð.

Skólar eru hafnir og því hefur umferð bæði akandi og gangandi vegfarenda aukist við skólana og því rétt að benda ökumönnum á að gæta sérstakrar varúðar við skóla.