4 Febrúar 2015 08:09

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku bæði á og í nágreni Hólmavíkur, fyrra óhappið varð með þeim hætti að snjóruðningstæki á Þröskuldum, Djúpvegi nr. 61, lenti út fyrir veg, valt ekki en talsverðar skemmdir á tækinu.  Hitt óhappið var minniháttar á bifreiðastæði á Hólmavík. .

Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, annar í Óshlíðargöngum og hinn innan bæjar á Ísafirði.

Eitt minniháttar fíkniefnamál kom upp í vikunni.

Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð s.l. nótt.  Flóðið hefur að líkindum fallið síðla nætur og eftir að aðstæður voru kannaðar nánar var vegurinn opnaður um kl. 08:30 í morgun.

Víða í umdæminu væru þorrablót  og fl. skemmtanir um liðna helgi og gekk það vel  fyrir sig og án teljandi afskipta lögreglu.