3 Maí 2004 12:00

Á síðasta ári gerði embætti ríkislögreglustjóra athugun á því hvernig ákvæðum 12. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 um samstarf lögreglu og sveitarstjórna væri háttað og var leitað eftir afstöðu Sambands íslenskra sveitarfélaga til samstarfsnefnda lögreglu og sveitarfélaga.

Til að styrkja enn frekar þetta samstarf undirrituðu ríkislögreglustjóri og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sameiginlega viljayfirlýsingu hinn 30. apríl 2004. Auk þess sem sett eru skýr markmið um það hvernig efla megi samstarf lögreglu og sveitarfélaga eru í viljayfirlýsingunni leiðbeiningar um hvernig tilnefna eigi fulltrúa í samstarfsnefnd þar sem viðfangsefnin eru jafnframt skilgreind.

Í viljayfirlýsingunni er ákvæði um samráðshóp ríkislögreglustjóra og stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um málefni lögreglu og sveitarfélaga. Tilgangur samstarfsins er m.a. að vinna sameiginlega að fækkun afbrota og slysa, að öruggara samfélagi og velferð barna og ungmenna.

Frá vinsti, Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Þórður Skúlason, framkvæmdarstjóri Sambands íslenskra sveitarfélga, og Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn.

Ljósmynd: Júlíus Sigurjónsson