16 Maí 2008 12:00

Ríkislögreglustjórar á Norðurlöndum fara í vaxandi mæli með stjórn aðgerða þegar um er að ræða stærri sakamál, ekki síst á sviði skipulagðrar glæpastarfsemi. Þetta kemur m.a. fram í yfirliti, sem embætti ríkislögreglustjóra hefur tekið saman og birtist hér. Yfirlitið er unnið vegna opinberrar umræðu, sem fram hefur farið hér á landi að undanförnu um embætti ríkislögreglustjóra og verksvið og skipulag embætta ríkislögreglustjóranna á hinum Norðurlöndunum.

Stuðst er við opinberar upplýsingar, sem nálgast má á vefsvæðum viðkomandi stofnana á þremur Norðurlandanna, auk þess sem nánari upplýsinga var aflað í Noregi og Danmörku.

Í nágrannaríkjum Íslendinga er almennt litið svo á að hnattvæðing og samruni á vettvangi Evrópusambandsins (ESB) kalli á sífellt markvissari viðbrögð lögregluyfirvalda og alþjóðlega samvinnu. Í yfirlitinu er leitast við að varpa ljósi á hvernig brugðist hefur verið við þessari þróun í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.

Vegna ummæla, sem féllu  á Alþingi í gær um embætti ríkislögreglustjóra skal einnig minnt á skýrslu dómsmálaráðherra til Alþingis árið 2002 og stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á embætti ríkislögreglustjóra árið 2006. 

Hér að má finna tengil á yfirlit um verksvið og skipulag embætta ríkislögreglustjóra á Norðurlöndum.