16 Desember 2011 12:00

Í gærdag handtók lögreglan á Akureyri mann um tvítugt grunaðan um akstur undir áhrifum ólöglegra fíkniefna. Í bíl hans fannst smáræði af kannabisefnum og í framhaldinu var gerð húsleit á heimili hans  þar sem lagt var hald á rúmlega 50 grömm af kannabisefnum til viðbótar auk 200.000 króna í peningum sem talið er vera ágóði af fíkniefnasölu.

Í óskyldu máli voru síðan einnig í gærdag framkvæmdar tvær húsleitir í íbúð og iðnaðarhúsnæði á Akureyri að undangengnum úrskurði Héraðsdóms norðurlands eystra. Lagt var hald á rúmlega 10 grömm af kannabisefnum og nokkurt magn af ofskynjunarsveppum.

Í morgun var síðan framkæmd enn ein húsleit þar sem hald var lagt á 25 kannabisplöntur auk tækja til ræktunar hjá manni á þrítugsaldri. Öll þessi mál teljast upplýst.

Lögreglan vill minna á fíkniefnasímann 800-5005 þar sem koma má á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.