3 Apríl 2017 11:21

Ungur ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af um helgina vegna gruns um fíkniefnaakstur hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Hann hafði ekið glæfralega eftir Reykjanesbraut og var hann færður á lögreglustöð þar sem sýnatökur og skýrslutaka fóru fram. Vegna ungs aldurs ökumannsins var barnaverndarnefnd kunngert um málið.

Auk ökumannsins unga hafði lögregla afskipti af öðrum ökumanni sem grunaður var um fíkniefnaakstur og öðrum sem grunaður var um ölvun við aksturinn.