23 Maí 2017 16:21

Í síðustu viku héldu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóri úti eftirliti sem var beint gegn vinnumansali. Farið var á veitingastaði og hótel í miðborginni og kannað með tilskilin leyfi starfsmanna. Þrír, þar af einn hælisleitandi, reyndust vera í ólögmætri vinnu, og var þeim öllum gert að hætta störfum. Eftirlitið hér heima er hluti af sameiginlegu átaksverkefni Europol gegn vinnumansali, en margar þjóðir tóku þátt í aðgerðunum.