20 Mars 2014 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að vinnuslysi sem varð á Rastargötu við Mýrargötu 25 í Reykjavík mánudaginn 17. mars, en tilkynnt var um slysið klukkan 10.44. Þar slasaðist alvarlega karl á sjötugsaldri, en hann var að vinna við vörubifreið með krana þegar slysið átti sér stað. Ofan á vörubifreiðinni var lyftari þegar þetta gerðist.

  

Þeir sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.