15 September 2014 12:00

Skemmdir voru nýverið unnar á fjórum vinnuvélum í eigu Íslenskra aðalverktaka, þar sem þær stóðu  við Fuglavík, nærri Sandgerði. Rúður voru brotnar og útvörpum stolið úr tveimur þeirra. Þá var rúða brotin í einni til viðbótar og úr hinni fjórðu var útvarpi stolið. Talið er að skemmdarverkin hafi átt sér stað aðfararnótt föstudagsins síðastliðins.

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið og eru þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum um það beðnir um að hafa samband í síma 420-1800.

Þá var brotist inn í geymsluhúsnæði við Hvalvík á svipuðum tíma og þaðan stolið fjórum mótorhjólahjálmum.  Ekkert annað var tekið þrátt fyrir að talsverð verðmæti væru í geymslunni. Lögregla rannsakar málið.