18 Október 2013 12:00
Lögreglan í Vestmannaeyjum auglýsir eftir vitnum að eldsvoða er varð að Miðstræti 30, Vestmannaeyjum, að morgni miðvikudagsins 16. október s.l. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða.
Eru þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um mannaferðir þarna við, milli kl. 07:00 og 08:00 þennan morgun beðnir að hafa samband við lögreglu á lögreglustöð eða í síma 481 1665. Allar upplýsingar vel þegnar.