4 Ágúst 2011 12:00

Í morgun, 4. ágúst 2011,  kærði kona á þrítugsaldri kynferðisbrot  sem mun hafa átt sér stað aðfaranótt mánudagsins 1. ágúst á tímabilinu frá 01:30 til 02:00 við s.k. hljóðskúr í Herjólfsdal í Vestmanneyjum.  Vegna rannsóknar málsins óskar lögreglan eftir upplýsingum hugsanlegra vitna að átökum manns eða tveggja manna við konu á þessum stað á þessum tiltekna tíma.    Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010 eða lögregluna í Vestmanneyjum í síma 481 1665

Þetta er önnur kæran sem borist hefur lögreglunni á Selfossi vegna meints kynferðisbrots í Vestmanneyjum um liðna Verslunarmannahelgi.