1 Ágúst 2011 12:00

Lögreglumenn á vakt í Vestmanneyjum s.l. nótt handtóku í nótt mann á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa nauðgað stúlku nóttina áður.  Atvikið mun hafa átt sér stað í og við  salernisaðstöðu í Herjólfsdal milli kl. 04:00 og 05:00 aðfaranótt sunnudagsins.  Stúlkan leitaði til lögreglu um miðjan dag í gær og hófst þá rannsókn lögreglu en stúlkan fór á Neyðarmóttöku Landspítala Háskólasjúkrahúss  í gærkvöldi.

Maðurinn var fluttur í fangahús Lögreglunnar í Vestmanneyjum í nótt en síðan í land og í fangageymslu lögreglunnar á Selfossi sem annast, í samvinnu við lögregluna í Vestmanneyjum, rannsókn málsins.

Lögreglan óskar þess að þeir sem hafi hugsanlega orðið vitni að stympingum  mannsins við stúlkuna  við salernisaðstöðuna  milli kl. 04:00 til 05:00 aðfaranótt sunnudagsins hafi samband við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010 eða lögregluna í Vestmanneyjum í síma 481 1665