19 Janúar 2011 12:00

Klukkan 17:23 barst Lögreglunni á Selfossi tilkynning um yfirstandandi vopnað rán í verslun Samkaupa við Tryggvagötu á Selfossi.  Strax var farið á vettvang en ræninginn var þá hlaupinn út úr búðinni.   Hann hafði sýnt afgreiðslustúlku hníf sem hann var með og krafist peninga af henni en verið neitað um þá.  Þá greip hann  og fleira og hljóp síðan út.  Leit stendur nú yfir að manninum en hann þekktist af upptökum öryggismyndavéla.    

Ekki er unnt að gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.