13 Mars 2016 04:50

Fréttatilkynning frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra

Um kl. 1:30  fékk lögreglan á Norðurlandi eystra á Akureyri tilkynningu í gegnum Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra frá íbúa fjölbýlishús í Naustahverfi um að heyrst hefði í skothvellum frá nærliggjandi íbúð.

Lögreglan ásamt sérsveitarmönnum staðsettum á Akureyri fóru þegar á staðinn og gerðar voru ráðstafanir til að fá aðstoð frá sérsveit ríkislögreglustjóra og tryggja vettvang.  Búið er að loka nærliggjandi götum og hafa samband við íbúa sem næst búa.

Á þessari stundu er beðið frekari liðsauka frá sérsveit Ríkislögreglustjóra.

Ekki er unnt að gefa upp frekari upplýsingar að svo stöddu.