1 Nóvember 2005 12:00
Í dag er liðinn sá fjögurra mánaða frestur sem vörubifreiðastjórum sem flytja lausan farm var gefinn til þess að koma yfirbreiðslumálum sínum í lag.
Af því tilefni mun lögreglan í Árnessýslu ásamt lögregluliðunum á SV-landi fara í átaksverkefni til að framfylgja þessu ákvæði laganna.
Munu lögreglumenn fylgjast með akstri vörubifreiða sem flytja laust efni og eftir atvikum stöðva akstur þeirra og skrifa skýrslur á aksturinn ef þurfa þykir.