16 Febrúar 2022 11:59

Jóhann B. Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra hlaut Stjórnunarverðlaun Stjórnvísis í flokki yfirstjórnenda og er það vel verðskulduð viðurkenning fyrir störf hans á vegum smitrakningarteymis almannavarna.

Embætti ríkislögreglustjóra og almannavarnir eru stolt af þessari viðurkenningu Stjórnvísis fyrir vel unnin störf á krefjandi tímum í baráttunni við Covid-19.

Sjá meira um verðlaunin á heimasíðu Stjórnvísi.